Íþróttaakademía VA, KFA og Þróttar

Nú í lok maí skrifuðu KFA, Þróttur og Verkmenntaskólinn undir samstarfsyfirlýsingu um íþróttaakademíu VA skólaárið 2025-2026. 

Með samstarfsyfirlýsingunni lýsa ofangreindir aðilar yfir vilja sínum til samstarfs sín á milli með það að markmiði að efla tengsl milli skólans og íþróttafélaganna. Þetta felur m.a. í sér að nemendum VA verði gefinn kostur á að stunda skipulagðar æfingar á skólatíma sem hluta af námi sínu og verða þær metnar til eininga samkvæmt reglum VA og uppfylla þar með kröfur um námsframvindu. Æfingarnar verða í formi styrktar- og almennrar líkamsþjálfunnar unnar í samstarfi við KFA og Þrótt en VA útvegar þjálfara í verkefnið í samstarfi við íþróttafélögin. Þetta er frábær viðbót við þá bóklegu fræðslu sem hefur verið innan íþróttaakademíu VA s.l. ár og fögnum við þessu samstarfi enda öllum aðilum til framdráttar að geta stutt við þá nemendur skólans sem stunda íþróttir og um leið skapa sveigjanleika í námsframvindu þeirra nemenda. 

Er það vilji allra aðila að þróa verkefnið áfram og því verður spennandi að sjá hvernig íþróttaakademían fer af stað á næstkomandi skólaári.