Íþróttamenn úr röðum nemenda VA fara á kostum

Óhætt er að segja að íþróttamenn úr röðum nemenda VA hafi náð góðum árangri á síðustu dögum.

Þróttur Neskaupstað tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Mizunodeild kvenna um síðustu helgi en nemendur úr VA eru stór hluti liðsins.

Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

Daði Þór Jóhannsson, frjálsíþróttamaður hjá Hetti og nemandi í VA, varð um helgina Íslandsmeistari í þrístökki með 12.28m. Einnig náði Daði Þór frábærum árangri í langstökki en þar varð hann í þriðja sæti auk þess að komast í úrstlit í 60 metra hlaupi. 

Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

Í þessu samhengi er gaman að nefna að við VA er starfrækt íþróttaakademía sem er ætluð nemendum sem vilja stunda sína íþróttagrein á álagi afreksmanna samhliða námi sínu við skólann. Er boðið upp á íþróttaakademíur í knattspyrnu, blaki og einstaklingsíþróttum og er skólinn í samstarfi við íþróttafélögin á svæðinu. Nemendur mæta á æfingar með sínu félagsliði undir stjórn menntaðs þjálfara og fá þátttöku í greininni metna inn í námið við skólann. Stór hluti kvennaliðs Þróttar í blaki stundar nám í íþróttaakademíu skólans.