Síðustu 2 daga hefur jafnréttisnefnd VA staðið fyrir viðburðum í tengslum við jafnréttisdaga.
Á þriðjudag fengu bæði nemendur og starfsfólk fræðslu frá Miriam Petru Ómarsdóttur fræðsluaðila um fordóma og inngildingu, sem jafnframt heldur úti heimasíðunni www.miriampetra.comNemendur fengu erindi um fordóma í einni af vinnustofum dagsins þar sem Miriam Petra fór um víðan völl áður en hún hitti starfsfólk skólans.
Á miðvikudag stóð jafnréttisnefndin svo fyrir þjóðfundi í matsalnum þar sem hin ýmsu jafnréttismál voru tekin til umfjöllunar. Nemendum var skipt í hópa eftir afmælismánuðum og röðuðu sér á borð þar sem allir fengu afhend græn og rauð spjöld sem voru til tákns um það hvort nemendur væru sammála eða ósammála ákveðnum fullyrðingum.
Hér má finna örfá dæmi um fullyrðingar sem lentu á borði nemenda og voru tekin til umræðu;
"Það er hægt að vera kurteins án þess að vera sammála"
"Þú þarft ekki að deila sömu reynslu til að sýna skilning"
"Að virða fjölbreytileika er EKKI extra - það er lágmarkskrafa"
"Það er erfitt að viðurkenna eigin fordóma, en það er fyrsta skrefið"
"Grín réttlætir ekki meiðyrði um uppruna, trú eða útlit"
"Þögn í hópnum getur verið eins og samþykki fyrir slæmu viðhorfi"
"Að biðjast afsökunar er styrkur, ekki veikleiki"