Kærleiksdagar 2024

Kærleiksdagar VA verða haldnir dagana 13. og 14. mars en dagarnir eru orðnir að föstum sess í skólastarfinu.

Rauði þráður dagana er að safna fjármunum sem renna í góðgerðarmálefni sem nemendur velja. Einnig ætlum við að huga að okkur sjálfum, hvernig við getum sýnt hvert öðru og sjálfum okkur kærleika. Viðfangsefni daganna er því kærleikur í víðu samhengi og nemendur og starfsfólk mun njóta þess að vera saman, brjóta upp hefðbundið skólastarf og safna peningum til málefnisins.