Kærleiksdagar

Kærleiksdagar VA verða haldnir dagana 4. - 5. mars en dagarnir eru nú haldnir í annað skiptið. 

Rauði þráður dagana er að safna fjármunum sem renna í góðgerðarmálefni sem nemendur velja.  Einnig ætlum við að huga að okkur sjálfum, hvernig við getum sýnt hvert öðru og sjálfum okkur kærleika. Viðfangsefni daganna er því kærleikur í víðu samhengi. Nemendur fá þjálfun í sjálfstyrkingu frá KVAN, fyrirlestur/spjall um hvernig það er að vera og elska ,,öðruvísi" og fræðslu frá samnemanda sem tengist umhyggju fyrir umhverfinu. Óvissuferð er á dagskránni, Asparbingó fyrir nemendur VA og ýmislegt fleira.

Sérstaka athygli viljum við vekja á Klink-torgi miðvikudaginn 4. mars kl. 17-19 sem verður opið öllum. Klink-torgið verður auglýst betur síðar.

Dagskrána má sjá hér í stærri útgáfu.