Kærleiksdagar til styrktar Pieta samtökunum

Kærleiksdagar VA voru haldnir í annað sinn í byrjun mánaðarins og var undirliggjandi markmið að safna fé til kærleiksríks málefnis. Kusu nemendur að safna fé til að styðja við mikilvægt starf Pieta samtakanna.

Meðal leiða sem farnar var að haldið var Klinktorg þar sem hægt var að skjóta í ,,snakkkörfu“, kaupa ýmsa muni, kaffi og kökur og hlusta á lifandi tónlist svo eitthvað sé nefnt, allt fyrir klink. Einnig var haldið mjög fjölmennt Bingó og síðan gekk Facebook áskorun Kærleiksdaga um netið á fleygiferð. 

Alls söfnuðust 170.000 krónur sem voru afhentar Pieta samtökunum í síðustu viku.