Kennslustundir falla niður á morgun

Kennslustundir falla niður á morgun, miðvikudaginn 25. mars. Það reynir talsvert á nemendur að halda dampi í breyttum aðstæðum og einnig þurfa kennarar aukinn tíma til að endurskoða kennsluhætti sína. Þessi dagur er því hugsaður fyrir nemendur til að hlaða batteríin og fyrir kennara til undirbúnings kennslu.