Kvika - hvatningarsjóður iðnnema

Hvatningarsjóðurinn er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins sem hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf.

Styrkja þarf ímynd iðnnáms og starfa sem því tengjast og efla áhuga og vitund grunnskólanema, foreldra, atvinnurekenda og almennings á mikilvægi iðnnáms. Skortur er á iðnmenntuðu fólki og er sá skortur víða orðinn hamlandi fyrir starfsemi fyrirtækja. Með Hvatningarsjóðnum viljum við bregðast við þessu með styrkjum til nema í iðnnámi. Sérstök áhersla er lögð á að auka hlutfall kvenna og eru konur sérstaklega hvattar til að skoða þau tækifæri sem bjóðast.

Sjá nánar hér.