Kvika - hvatningarsjóður iðnnema

Upplestur á frétt.

Vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í skólum landsins vegna Covid-19 og til að koma til móts við nemendur á þessum krefjandi tímum hefur Kvika ákveðið að framlengja frest til að sækja um styrk úr Hvatningarsjóði iðnnema og Hvatningarsjóði kennaranema til 31. maí 2020.

Hvatningarsjóðurinn er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins sem hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf.

Allar upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Kviku, kvika.is/hvatningarsjodir.