Kynning frá Launafli

Á fimmtudaginn fengu nemendur í iðn- og starfsnámi góða heimsókn frá Launafli. Þau Magnús Hilmar Helgason framkvæmdastjóri, Ragnheiður Ingibjörg Elmarsdóttir mannauðsstjóri, Maríanna Ragna Guðnadóttir aðstoðarverkstjóri í rafmagnsdeild og Benedikt Þór Viðarsson frá byggingardeild komu, kynntu sér námið í skólanum og ræddu við nemendur um þá möguleika sem eru í boði bæði hvað varðar vinnustaðanám en einnig uppbyggingu og starfsemi fyrirtækisins. 

Við þökkum þeim innilega fyrir komuna og sýndan áhuga á skólastarfinu!