Kynning fyrir forsjáraðila

Í VA er boðið upp á kynningu fyrir forsjáraðila í upphafi haustannar enda skiptir áhugi og eftirfylgni með nemendum sem eru að hefja framhaldsskólanám gríðarlega miklu máli. Auk þess var mikilvægt að fara yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á skólastarfinu fyrir upphaf haustannar, t.a.m. nýja stundatöflu og skólasóknarreglur.

Í þetta sinn fór kynningin fram í stofu 1 í skólanum ásamt því að boðið var upp á stutta útgáfu í gegnum fjarfund. Þó nokkur fjöldi forsjáraðila sótti kynningarnar og þökkum við þeim innilega fyrir samveruna.

Til upprifjunar má hér finna glærur frá kynningunni (kynning á Innu og Kennsluvef er ekki á glærum, heldur var kíkt á vefina sjálfa):

  • Kynning Hafliða- Skóladagatal, skólasóknarreglur, veikindatilkynningar, , leyfisveitingar, nemendaþjónusta, jöfnunarstyrkur, heimasíða, Inna
  • Kynning Salóme - Forvarnir, foreldrafélag, íþróttaakademía
  • Kynning Birgis - Kennsluvefur, félagslíf, erlent samstarf, ýmiss konar uppbrot
  • Kynning Guðnýjar - Hlutverk og þjónusta náms- og starfsráðgjafa

Við hvetjum svo forsjáraðila til að gefa sér tíma til að flakka um heimasíðu skólans, þar er að finna mikið magn upplýsinga um skólastarfið.