Lausnir í breyttum aðstæðum - mikilvægar upplýsingar

Kæru nemendur og forráðamenn

Eins og fram hefur komið hér á síðunni og í öllum fjölmiðlum þá hefur framhaldsskólum landsins verið lokað næstu fjórar vikurnar. Hjá okkur hefur þessi lokun í raun áhrif þessar þrjár skólavikur sem eftir eru fram að páskaleyfi.

Við munum öll þurfa að temja okkur breytt vinnubrögð en með jákvæðni, þolinmæði og lausnamiðaðri hugsun veit ég að okkur tekst þetta. Við verðum kannski ekki meistarar á einni nóttu í breyttum háttum en með sameinuðu átaki munum við komast á leiðarenda.

Hér er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar sem ég hvet nemendur og forráðamenn til að kynna sér vel.

Kær kveðja 

Lilja skólameistari