Ljósker - Umsagnir hafa verið birtar

Í dag er dagur á skóladagatalinu sem kallast ljósker. Hann er einn af þremur slíkum dögum á önninni (ljósker - viti - varða) og þá er ætlunin að veita upplýsingar um stöðu nemenda. Kennarar hafa skrifað umsagnir á Innu og er þeim ætlað að vera nemendum og forsjáraðilum leiðarljós fyrir framhaldið. Allir eru hvattir til að gefa sér tíma til að lesa yfir umsagnirnar og nýta sér þær leiðbeiningar sem þær veita.

Hér eru leiðbeiningar sem sýna hvernig hægt er að sjá umsagnir á Innu í snjalltæki og í tölvu.