Lof mér að falla

Forvarnarteymi VA í samstarfi við Senu og Hljóðakerfaleigu Austurlands stóð í vikunni fyrir sýningu á kvikmyndinni Lof mér að falla í Egilsbúð. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og sýnir hætturnar sem fylgja fíkniefnum. Ákveðið var að bjóða upp á sýninguna til að sýna hvaða áhættu hver einstaklingur tekur í hvert sinn sem hann fiktar með vímuefni. 

Sérstök nemendasýning var haldin sl. fimmtudag þar sem nemendum í VA og 9. - 10. bekk í Nesskóla var boðið á myndina. Sköpuðust góðar umræður í lokin en þar sögðu aðstandendur fíkniefnaneytenda frá reynslu sinni. Einnig ræddi lögreglan við nemendur um það hversu harður fíkniefnaheimurinn er í dag. 

SÚN styður dyggilega við bakið á forvarnateymi VA og gerði sá stuðningur skólanum kleift að bjóða upp á sýninguna fyrir nemendur. 

Á föstudagskvöldinu var svo opin sýning ásamt umræðum þar sem foreldrar og aðrir áhugasamir voru hvattir til þess að mæta. Þetta er málefni sem snertir okkur öll.