Lokaprettur vorannar framundan

Nú er vorönn senn á enda en síðasti kennsludagur skv. stundaskrá er miðvikudaginn 5. maí og hefjast svo námsmatsdagar.

  • 6. – 7. maí – upplestrarfrí – skólaakstur fellur niður
  • 10. maí – lokapróf hefjast skv. próftöflu - nemendur geta líka séð próftöflur sínar í Innu.
    • Prófin hefjast kl. 10:00 (fyrir utan próf í háriðndeild sem eru með sérstaka tímasetningu í próftöflunni)
    • Af þessum sökum breytist brottfarartíminn á rútunni.
      • Rútan fer frá Reyðarfirði kl. 09:00 og svo aftur til baka frá Heimavistinni kl 12:30 (eftir hádegismat ) og frá Verkmenntaskólanum kl. 12:32. Nemendur sem það kjósa hafa þá möguleikann á því að fá sér hádegismat áður en haldið er heim á leið.
  • 18. maí – sjúkrapróf
    • Mikilvægt að nemendur sem komast ekki í próf á prófdegi vegna veikinda hafi samband strax að morgni við skrifstofu skólans (477 1620) og skrái sig í sjúkrapróf.
  • 20. maí – námsmatssýning kl. 12:00 - 13:00
    • Nemendur sem óska eftir að nýta sér skólaakstur á námsmatssýningu þurfa að hafa samband við skólann og láta vita af því í síðasta lagi þann 18. maí - s. 477 1620 / va@va.is
  • 22. maí - brautskráning frá kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði kl. 14:00
    • Nánari útfærsla á brautskráningu verður tilkynnt þegar nær dregur vegna þeirra takmarkana sem sóttvarnaráðstafanir setja okkur

Nánari tímatafla fyrir rútuferðir til VA á meðan á lokaprófum stendur:

  • 9:00 Reyðarfjörður (Orkuskálinn)
  • 9:02 Reyðarfjörður (Molinn)
  • 9:03 Reyðarfjörður (Austurvegur/Barkur)
  • 9:15 Eskifjörður (Sundlaug)
  • 9:17 Eskifjörður (Þjónustumiðstöð/Shell)
  • 9:19 Eskifjörður(Strandgata/Steinholt)
  • 9:20 Eskifjörður(Valhöll)
  • 9:42 Neskaupstaður (VA)