Nemendur á stúdentsbrautum vinna að lokaverkefni á síðustu önn sinni við skólann í áfanganum Lokaverkefni og hér má sjá nokkur verkefni sem unnin hafa verið við Verkmenntaskóla Austurlands í gegnum árin. Eins og sjá má eru verkefnin eins ólík og þau eru mörg.
Meginmarkmið áfangans er að stuðla að sjálfstæðum og skapandi vinnubrögðum við gerð lokaverkefnis sem nemendur kynna svo í lok annar. Þann 14. maí s.l. fór fram kynning á lokaverkefnum nemendanna í sal VA þar sem fjölskyldum og vinum útskriftarnema var boðið á. Í ár mátti sjá verkefni úr ólíkum áttum allt frá bakstri og gerð uppskriftarbókar yfir í smíði á skipalíkani.
Það var Hildur Vala Þorbergsdóttir sem sá um utanumhald áfangans í vor, en að auki fá nemendur leiðbeinendur með sér við útfærslu verkefnanna.
„Út í heim“ tímarit um ferðalög eftir Ágústu Völu og Rebekku Rán
Heklað teppi unnið af Önnu Maríu
Líkan af skipinu Elfríð NK 7120 eftir Tómas Elí
Uppskriftabók eftir Nadiu Aleksöndru
Rannsókn á blóðsykursmælingum eftir Patrek Aron
Ritgerðin „Að lifa og starfa á sjó“ sem fjallar um störf og samfélag sjómanna eftir Sesar Andra
Lagasmíð og upptaka eftir Jakob Kristjánsson
Heimildarmynd um Neyðarlínuna eftir Sigurð Gísla Christensen
Hlekkur á verkefnin ásamt ítarlegri upplýsingum um þau mun verða aðgengilegur hér á næstu dögum.