Lýðræðisvika

Nemendur VA fylltu fyrirlestrarsal skólans sl. mánudag þegar fulltrúar sjö flokka sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi komu í heimsókn. Fulltrúarnir fluttu stutt ávörp þar sem þeir kynntu flokka sína og stefnumál. Nemendum gafst svo kostur á því að spyrja frambjóðendurna um ýmis málefni.

Á þriðjudaginn fóru svo fram skuggakosningar þar sem nemendur skólans kusu. Þátttaka í kosningunum var með besta móti.

Er þetta í þriðja sinn sem haldinn er kosningafundur með þessum hætti í aðdraganda alþingiskosninga og í annað sinn sem skólinn tekur þátt í lýðræðisviku og skuggakosningum. Markmiðið er að efla lýðræðisvitund nemenda og almennan áhuga á stjórnmálum.