Lýðræðisvika í framhaldsskólum

Vikan 6.-9. september er lýðræðisvika í framhaldsskólum. Í tilefni af því verða nokkrir viðburðir í skólanum okkar. Á miðvikudaginn fer fram kosning í stjórn nemendafélagsins og framboðsfundur þar sem fulltrúar flokka sem bjóða fram í Alþingiskosningum þann 25. september sitja fyrir svörum. Miðvikudagskvöldið verður spilakvöld og á fimmtudag fer fram skuggakosning. Nemendur sem eru fæddir 29. október 1999 eða síðar hafa kosningarétt og kjósa á milli þeirra flokka sem bjóða fram í Alþingiskosningunum. Frekari upplýsingar um vikuna og skuggakosningarnar má finna á vefnum egkys.is. Einnig má finna upplýsingar í auglýsingunni sem er hér til hliðar.

Gleðilega lýðræðisviku!​​​​​​