Mánudagurinn 8. apríl

Kennsla verður samkvæmt stundatöflu í dag og skólinn opinn. Almenningssamgöngur Fjarðabyggðar eru samkvæmt áætlun og hvetjum við nemendur til að nýta þær. Nemendur sem treysta sér ekki í skólann vegna ófærðar eða snjóflóðahættu skulu tilkynna forföll gegnum INNU, jafnframt skulu þeir sinna námi sínu áfram gegnum Kennsluvef eins og kostur er.