Matsalurinn tekinn í gagnið

Í dag var hátíðleg stund í skólanum þegar nýji matsalurinn var formlega nýttur í fyrsta sinn fyrir hádegisverð skólans. Í tilefni af því bauð skólinn nemendum og starfsfólki í fyrstu máltíðina, kjúkling, franskar, hrásalat (eða ferskt) og sósu. Framvegis verður hádegisverðurinn framreiddur í salnum og þegar fram líða stundir mun vöruúrval aukast. Þetta mun gjörbylta aðstöðu og skólabrag enda loksins kominn staður þar sem nemendur og starfsfólk getur hist, bæði til að matast en einnig verður hægt að halda alls kyns viðburði.

Á myndunum má sjá frá deginum.