Nám í fiskeldi

Haustið 2018 hefst í Verkmenntaskóla Austurlands nám í fiskeldi í samstarfi við Fjölbrautaskóla Snæfellsness.

Námið er nýtt og spennandi þverfaglegt nám sem fjallar um allt frá sjávarlíffræði og tæknifræði, yfir í öflun, meðferð og úrvinnslu gagna. Námið er sett upp sem tveggja ára bóklegt nám (120 einingar) með námslok á öðru þrepi en vinnustaðaheimsóknir og starfsnám er mikilvægur þáttur í náminu. Námið verður að hluta til kennt í fjarnámi.

Nemendur læra m.a.

  • Um helstu aðgerðir sem þarf til að sinna tæknistörfum á fiskeldisstöð
  • Um mismunandi fiska, líffræði þeirra og heilsuþáttum sem og umhverfisskilyrðum í tengslum við fiskeldi
  • Hvernig umhverfið hefur áhrif á fiskeldi og skráningu þeirra gagna sem notuð eru
  • Um fóðrun, seiðaeldi, framleiðsluáætlanir, framleiðsluferli og hagfræði
  • Hvernig á að nota þann tæknibúnað sem þarf í tengslum við vinnu á nútíma hátækni fiskeldisstöð

Námsbraut í fiskeldi býður upp á ýmsa möguleika t.d. að hefja vinnu hjá fiskeldisfyrirtæki að námi loknu, ljúka stúdentsprófi og fara í frekara nám í fiskeldi við háskólann á Hólum eða erlendis.

Nánari upplýsingar má fá hjá Þorbjörgu Ólöfu Jónsdóttur áfangastjóra VA í síma 477-1620 eða með tölvupósti, bobba@va.is 

Hér má sjá kynningarmyndbönd um störf í fiskeldi: