Námskeið í vistakstri fyrir starfsfólk

Að undanförnu hefur staðið yfir innleiðing á Grænum skrefum í ríkisrekstri. Með verkefninu stefna ríkisstofanir að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Ein af aðgerðunum í Grænu skrefunum er að halda námskeið í vistakstri fyrir starfsfólk skólans.

Sl. fimmtudag kom Einar Rafn Haraldsson frá Ökuskóla Austurlands og hélt námskeið fyrir starfsfólk þar sem hann fór yfir allt það helsta sem þarf að hafa í huga til þess að stuðla að vistvænum akstri. Þar voru ýmis góð ráð en líklega ekkert eins gott og það að reyna að takmarka notkun bílsins sem mest og frekar nota tvo jafnfljóta, sérstaklega þegar ekki er um miklar vegalengdir að ræða.

Innleiðing Grænu skrefanna mun halda áfram og stefnt er að því að fá vottun á fyrstu skrefin á næstu vikum.