Námsmatsdagar og lok annar

Nú er önnin að klárast hjá okkur í VA.

Miðvikudaginn 8. des.

  • Námsmatsdagar hefjast.
  • Próftöfluna má finna hér
  • Öll próf hefjast kl 10:00.
  • Ekki verður sérstök rúta í tengslum við prófin, þar sem skólaaksturinn hefur verið feldur inn í almenningssamgöngur Fjarðabyggðar. Hér má finna tímatöflu almenningssamgangna, seinni morgunferðin er að koma í VA um 9:20 og gæti hún því hentað nemendum til að mæta í próf. Fyrsta heimferð eftir próf er ekki fyrr en kl. 14:20, en nemendur geta nýtt bókasafnið og aðra aðstöðu í skólanum á meðan þeir bíða.
  • Mötuneyti verður einungis opið fyrir íbúa á heimavist og eru þeir vinsamlegast beðnir um að skrá sig hvaða daga þeir verða í mat.

Fimmtudaginn 16. des.

  • Sjúkrapróf. Fyrirkomulag þeirra verður kynnt þegar nær dregur.

Föstudaginn 17. des

  • Opnað verður fyrir einkunnir í Innu kl. 8:15
  • Námsmatssýning milli kl. 12:00 og 13:00.
    • Nemendur eru hvattir til að koma og skoða námsmat sitt með kennurum.