Námsmatssýning 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí er námsmatssýning í skólanum. Einkunnir birtast nemendum í Innu að morgni og námsmatssýningin fer fram á milli kl. 11:30 og 12:30. Á námsmatssýningunni eiga nemendur þess kost að skoða námsmat sitt í viðurvist kennara og fá útskýringar. Kennarar skipta sér í stofur sem má sjá hér á meðfylgjandi mynd.

Við hvetjum alla nemendur til þess að láta sjá sig.