Námsmatssýning 24. maí

Þriðjudaginn 24. maí er námsmatssýning í skólanum. Einkunnir birtast nemendum í Innu kl. 8:00 og námsmatssýningin fer fram á milli kl. 11:30 og 12:30. Á námsmatssýningunni eiga nemendur þess kost að skoða námsmat sitt í viðurvist kennara og fá útskýringar.

Við hvetjum alla nemendur til þess að láta sjá sig.

Kennararnir verða í ákveðnum stofum og má sjá skipulagið á myndinni með fréttinni og einnig með því að smella hér.