Nemendasýning háriðndeildar

Nemendur í háriðndeild VA héldu sl. miðvikudag nemendasýningu í setustofu nemenda.

Fjórðu annar nemendur unnu að verkefnunum í nokkra daga fyrir sýninguna. Hver nemandi í hópnum vann fjögur verkefni sem sýnd voru:

  • Dömutískulínu í klippingu og lit
  • Herratískulínu í klippingu
  • Uppgreiðslu á æfingahöfði í víkingaþema
  • Módel í uppgreiðslum í víkingaþema

Auk þessa sýndu nemendur fjórðu annar önnur verkefni á æfingahöfðum, s.s. formblástur herra, bylgjublástur, klípur og blautbylgjur.

Nemendur á annarri önn tóku einnig þátt í sýningunni en þeir sýndu grunnverkefni í hárgreiðslu, permanenti og herrablæstri. Einnig sýndu þeir verkefni úr sjónlistaráfanga.

Hér má sjá myndir af verkum nemenda.