Nemendur í rafiðn fá spjaldtölvur

Nemendur í grunndeild rafiðna í Verkmenntaskóla Austurlands fengu þann 18. september afhentar spjaldtölvur að gjöf frá Rafiðnaðarsambandi íslands (RSÍ) og Samtökum rafverktaka (SART). Gjöfin er liður í verkefni félaganna að útvega nemendum í rafiðngreinum fagtengt námsefni þeim að kostnaðarlausu. Félögin halda úti vefsíðiunni www.rafbok.is þar sem hægt er að nálgast fagtengt námsefni í rafiðnaði. Er þetta í annað sinn sem sem nemendur fá spjaldtölvur að gjöf, en síðastliðið haust fengu allir nemendur á rafiðnbrautum samskonar gjöf.

Í VA  er kennd grunndeild rafiðna sem er fjögurra anna nám til undirbúnings fyrir áframhaldandi nám í rafiðnum, ásamt því að hægt er að ljúka framhaldsnámi í rafvirkjun, en það tekur tvær annir. Nánar upplýsingar um námsframboð skólans má finna á heimasíðu hans www.va.is og um nám í rafiðnaði á heimasíðu Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins www.rafnam.is