Nemendur smíða gestahús

Nemendur á 4. önn í húsasmíði eru byrjaðir á stóru verkefni þar sem að þeir smíða 14 fermetra gestahús. Þetta litla hús samanstendur af anddyri, snyrtingu og alrými. Í húsinu verða raflagnirnar lagðar af nemendum í grunnnámi rafiðna.

Verkefni fjórðu annar er sá kafli húsasmíðanámsins sem nemendur eru hvað mest spenntir fyrir og hafa gaman af enda samanstendur hann af öllum þeim kröfum sem gerðar eru til byggingar á íbúðarhúsi hvað varðar frágang og burðarþol.