Nemendur VA á verðlaunapalli í Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum lauk í dag. VA átti tvo keppendur á mótinu, þá Alex Loga Georgsson og Eið Loga Ingimarsson. Báðir stóðu sig frábærlega. Alex Logi varð í öðru sæti í húsasmíði og Eiður Logi keppti í suðu. Við óskum þeim báðum innilega til hamingju með frábæran árangur. 

Að auki voru tveir fyrrum nemendur úr VA sem urðu Íslandsmeistarar í sínum greinum. Hlynur Karlsson í rafeindavirkjun og Írena Fönn Clemmensen í hárgreiðslu. Við óskum þeim sömuleiðis innilega til hamingju.

Við erum afar stolt af öllu okkar fólki!