Nokkur orð um litríka daga skóladagatalsins

Mig langar að segja ykkur aðeins frá hinum gulu og grænu dögum í skóladagatali skólans.

,,Grænir dagar” eru kennsludagar og er þá gert ráð fyrir að nemendur mæti sæki kennslustundir skv. stundaskrá nema annað sé auglýst, s.s. uppbrot á skólastarfinu. 

,,Gulir dagar” í skóladagatali merkja að dagurinn er námsmatsdagur.

Í skipulagi námsmatsdaga í vetur er ekki ætlast til þess að nemendur mæti í skólann á námsmatsdögum sem eru inni í önninni. Þessa daga hafa nemendur fyrir sig til að vinna sjálfstætt að námi sínu. Einnig geta þeir unnið sér í haginn og nýtt þessa daga í annað en námið enda leggjum við áherslu á að nemendur sinni erindum sínum utan kennslustunda.

Í kjölfar námsmatsdaga inni í önninni má sjá í skóladagatalinu það sem við köllum ljósker, vita og vörðu. Þarna er ætlunin að veita upplýsingar um stöðu nemenda. Því nýta kennarar þessa námsmatsdaga til að skrá umsagnir um nemendur inn á Innu sem ætlað er að vera nemendum og forsjáraðilum leiðarljós fyrir framhaldið. Ég hvet alla til að gefa sér tíma til að lesa yfir umsagnirnar sem kennarar skrifa og nýta sér þær leiðbeiningar sem þær veita.

Hér eru leiðbeiningar sem sýna hvernig hægt er að sjá umsagnir á Innu í snjalltækiogí tölvu.

Á námsmatsdögum í desember eru lokapróf haldin en próftafla fyrir haustönn 2020 verður birt á næstunni.

 • 17. september
  • Nemendastýrður námsmatsdagur
   • Skólinn, heimavistin og mötuneytið opið, skólaakstur á hefðbundnum tíma
   • Nemendur geta nýtt bókasafnið og kennslustofur til náms.
 • 23., 26. og 27. október
  • Nemendastýrðir námsmatsdagar (vetrarfrí grunnskóla í Fjarðabyggð á sama tíma)
   • Skólinn, heimavistin og mötuneytið lokað. Enginn skólaakstur.
 • 18. nóvember
  • Nemendastýrður námsmatsdagur
   • Skólinn, heimavistin og mötuneytið opið, skólaakstur á hefðbundnum tíma
   • Nemendur geta nýtt bókasafnið og kennslustofur til náms.
 • 9. desember – lokapróf hefjast skv. próftöflu
  • Heimavist og mötuneyti opið þar til prófum lýkur.
  • Skólaakstur lagaður að próftíma (nánar auglýst þegar nær dregur)

Með kveðju,

skólameistari