Nýir stjórnendur í VA

Hafliði Hinriksson hefur verið skipaður í embætti skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands til fimm ára frá og með 1. september nk. Hafliði er menntaður vélstjóri og rafvirkjameistari, lauk prófi í rafiðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík (2013) og kennslufræði frá Háskóla Íslands (2021). Hann hefur kennt við skólann frá árinu 2013 og verið deildarstjóri rafiðndeildar skólans frá árinu 2016 ásamt því að hafa ýmsa stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu.

Unnur Ása Atladóttir hefur verið ráðin í starf áfangastjóra í skólanum. Unnur lauk prófi í iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands (2000), B.S. gráðu í viðskiptafræði (2019) og meistaraprófi í kennslufræði frá Háskólanum á Akureyri (2021). Unnur Ása hefur m.a. starfað við kennslu, framkvæmdastjórn og verkefnastjórn. 

Við óskum Hafliða og Unni velfarnaðar í störfum sínum og þökkum fráfarandi stjórnendum, Lilju og Karen fyrir samstarfið.