Nýtt leiðakerfi - Breytingar á stundatöflu

Á morgun, miðvikudaginn 1. september, verður nýtt leiðakerfi almenningssamgangna Fjarðabyggðar tekið í gagnið. Samfara því fylgja smávægilegar breytingar á stundatöflu nemenda. Í stað þess að skóla ljúki kl. 16:00 mánudaga – fimmtudaga mun skóla ljúka kl. 15:50. Tímasetningar einstakra tíma munu einnig í einhverjum tilfellum færast til.

Nemendur eru hvattir til þess að kynna sér málið vel í INNU.