Opið hús í gær

Í gær var opið hús í skólanum fyrir 10. bekkinga og forsjáraðila þeirra. Fjöldi fólks lét sjá sig og kynnti sér allt það sem skólinn hefur upp á að bjóða. Við þökkum öllum fyrir komuna og minnum á að umsóknartímabil 10. bekkinga hefst 25. apríl. Umsóknartímabil eldri nemenda er í gangi og stendur til 22. apríl.

Ef einhverjir komust ekki á opna húsið í gær, þá er alltaf hægt að hafa samband við okkur og við tökum fagnandi á móti ykkur.