Opnað fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk þann 1. september

Opnað verður fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk fyrir námsárið 2023-2024 þann 1. september og eru nemendur hvattir til að sækja um strax fyrir báðar annir námsársins. Umsóknarfrestur haustannar er til og með 15. október n.k. og vorannar til og með 15. febrúar n.k.

Sótt er um hér.

Frekari upplýsingar má finna á menntasjodur.is