Öryggi í meðferð skurð- og slípivara

Þriðjudaginn 18. apríl kom Sigurður Kristinsson frá Sindra í heimsókn til okkar og hélt erindi fyrir nemendur í málmiðngreinum um öryggi í meðferð skurð- og slípivara. Eftir lok erindisins færði Sigurður skólanum slípirokk að gjöf.
 
Við þökkum Sigurði kærlega fyrir komuna!