Öskudagurinn

Í dag gerðu nemendur sér glaðan dag í tilefni af öskudeginum. Nemendafélagið hafði hvatt nemendur til að koma í búning og verðlaun voru veitt fyrir flottustu búningana. Einnig kom fjöldi furðuvera við, söng og fékk fyrir það glaðning.

Hákon Gunnarsson og Þorleifur Thorlacius fengu verðlaun fyrir flottustu búningana.

Myndir frá deginum má sjá hér með fréttinni.