Pálínuboð starfsfólks VA

Í Verkmenntaskólanum hefur skapast sú hefð að starfsfólk haldi palínuboð í aðdraganda jóla. Hvert og eitt velur hvað það kemur með á hlaðborð og í dag var pálínuboðið árið 2022 haldið. Eins og sjá má á myndinni svignaði veisluborðið af hinum ýmsu kræsingum og átti starfsfólkið afar góða stund saman í nýja sal skólans.