Plokkvinnustofa

Síðastliðna viku hefur áhersla verið á að nemendur og starfsfólk hugi sérstaklega vel að umhverfi sínu. Allir voru hvattir til þess að tína upp rusl innanhúss og utan og setja í viðeigandi flokkun.

Í vinnustofu í vikunni fór vaskur hópur nemenda og starfsfólks af stað og plokkaði rusl. Töluvert magn náðist á stuttum tíma og það sýnir hversu mikið hver og einn getur lagt af mörkum til samfélagsins.