Rafdeildin fær góða gjöf

Kristinn Guðbrandsson að afhenda rafiðndeildinni efnið og Þuríður deildarstjóri tekur við því
Kristinn Guðbrandsson að afhenda rafiðndeildinni efnið og Þuríður deildarstjóri tekur við því

Við fengum góða gesti til okkar í rafdeildina í dag. Þeir Kristinn Guðbrandsson og Helgi Guðlaugsson komu færandi hendi og afhentu okkur innlagnaefni að gjöf. Johan Rönning og Hager/Berker gefa efnið en það mun nýtast rafiðndeildinni mikið. Efni af þessu tagi er að kosta um 400 þúsund og er þetta því mikill fengur fyrir okkur. Þess má geta að við höfum ávallt átt í góðu samstarfi og sambandi við Johan Rönning og er það mikil búbót að hafa þá hér í sveitarfélaginu.

Takk kærlega fyrir okkur!