Rafdeildin fær góða gjöf

Á myndinni eru Hildur Dröfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri rafdeildar VA ásamt Berglindi Leifsdóttur …
Á myndinni eru Hildur Dröfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri rafdeildar VA ásamt Berglindi Leifsdóttur rekstrarstjóra hjá Rönning.

Við fengum góða heimsókn í skólann þann 6. maí s.l. en þá kom hún Berglind Leifsdóttir frá Rönning færandi hendi og færði rafdeild VA fjórar nýjar rafmagnstöflur ásamt öllu því sem þeim tilheyrir til þess að nýta í sveinsprófsbásana okkar.  

Við kunnum Rönning okkar allra bestu þakkir fyrir rausnarlega gjöf sem mun nýtast nemendum okkar vel í undirbúningi sínum fyrir sveinspróf.