Safnaferð lukkaðist vel

Nemendur VA fóru í vel heppnaða safnaferð í dag. Lá leiðin fyrst til Stöðvarfjarðar. Þar var Sköpunarmiðstöðin heimsótt. Einnig tók Björgvin Valur á móti nemendum í Grunnskóla Stöðvarfjarðar og sagði þeim frá merkilegum fornleifum sem fundist hafa í Stöðvarfirði.

Hádegimatur var  borðaður á Stöðvarfirði áður en haldið var áfram för til Fáskrúðsfjarðar. Þar var safnið Frakkar á Íslandsmiðum heimsótt. Loks var haldið til Reyðarfjarðar og Stríðsminjasafnið skoðað.

Er óhætt að segja að ferðin hafi verið góð og voru nemendur skólanum sínum til mikils sóma. En myndir segja víst oft meira en mörg orð og má sjá myndir úr ferðinni á samfélagsmiðlum skólans.