Saman gegn sóun

Hjördís Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, heimsótti skólann í dag og flutti erindið Saman gegn sóun. Í erindinu fjallaði hún um umhverfismál út frá sjónarhóli nemenda og hvað við gætum gert hvert og eitt til þess að standa okkur betur í umhverfismálum. Inntak erindisins var að við þyrftum ekki öll að vera fullkomin í umhverfismálum en margt smátt gerir eitt stórt. Nemendur tóku virkan þátt, spurðu spurninga og vakti erindið alla til mikillar umhugsunar.

Nemendur sóttu erindið í tvennu lagi og var fyrirlestrarsalurinn þéttskipaður. Í fyrra hollinu komu nemendur úr 10. bekk Nesskóla og voru með.

Koma Hjördísar er hluti af Sprotasjóðsverkefninu Umhverfismál til framtíðar og er eins konar forleikur fyrir Kærleiksdagana sem verða í næstu viku en þeir verða að einhverju leyti helgaðir umhverfismálum.

Við þökkum Hjördísi kærlega fyrir komuna!