Sérúrræði í prófum

Nemendur sem hafa einhverja greiningu (lestrarerfiðleika, athyglisbrest eða annað) og nemendur sem þjást af miklum prófkvíða eiga rétt á að sækja um sérúrræði í prófum. Með sérúrræði er m.a. átt við: stærra letur, lituð blöð, fámennar stofur, sérstofur og upplestur á prófi.

Vinsamlegast sækið um úrræðið í Innu í síðasta lagi miðvikudaginn 10.apríl. Ekki þarf að sækja sérstaklega um lengdan próftíma þar sem allir nemendur fá viðbótartíma.

Þið skráið sérúrræði með því að fara inn á INNU og skrá sérúrræði.

Nemendur geta fengið upplýsingar hjá námsráðgjafa ef eitthvað er óljóst.

Hildur Ýr, náms- og starfsráðgjafi  hilduryr@va.is