Síldarvinnslan gefur Verkmenntaskóla Austurlands búnað til kennslu í kælitækni

Hafliði og Arnar við nýja kennslubúnaðinn. Mynd: Smári Geirsson
Hafliði og Arnar við nýja kennslubúnaðinn. Mynd: Smári Geirsson

Á dögunum barst skólanum góð gjöf frá Síldarvinnslunni. Um er að ræða búnað til kennslu í kælitækni: lekaleitartæki, vigt fyrir kælimiðla, vacumdælu, tæmingardælu og mælibretti.

Stuðningur eins og þessi er ómetanlegur fyrir skólann og hér með eru Síldarvinnslunni veittar innilegar þakkir fyrir velvildina í garð skólans. Gjöfin sýnir í verki vilja fyrirtækisins að skólinn sé öflugur og geti veitt góða kennslu sem skili nemendum betur undirbúnum út á vinnumarkaðinn að námi loknu.

Nánar er fjallað um gjöfina á heimasíðu Síldarvinnslunnar.