Sjúk ást - fræðsla frá Stígamótum

Mánudaginn 9. apríl verður nemendum VA boðið upp á fræðslu frá Stígamótum.

Fræðslan er liður í verkefninu Sjúk ást sem er á vegum Stígamóta og snýst um heilbrigð og óheilbrigð sambönd sem og ofbeldi. Hér má lesa nánar um verkefnið.

Í fræðslunni í VA verður fjallað um tilfinningar á borð við traust, virðingu, afbrýðisemi og tortryggni. Einnig verður talað um kynlíf, klám, samþykki og mörk svo eitthvað sé nefnt. 

#sjúkást