Skíðaferð í VA

Nemendur og starfsfólk VA skellti sér í fjallaferð í Oddskarð í vikunni. Skyggnið var ekkert sérstakt en enginn lét það aftra sér. Var dagurinn hinn skemmtilegasti. 

Í fjallaferðum skólans er áhersla lögð á allir finni eitthvað við sitt hæfi. Sumir skíða, aðrir fara á bretti og enn aðrir skella sér á sleða. Einnig er hægt að fara í gönguferðir um svæðið og svo slaka á í notalegum skíðaskálanum og grípa i spil. Eitthvað fyrir alla!

Skíðasvæðið í Oddskarði er skemmtilegt skíðasvæði sem býður upp á fjölbreyttar skíðabrekkur. Fyrir áhugasama þá má sjá dagskrá fyrir páskana 2019 hér