Skipulag í VA vegna verkfalls

Á föstudaginn var, 21. febrúar, hófst verkfall hjá félagsfólki í Kennarasambandi Íslands.

Meðan á verkfallinu stendur verður skipulagið svona:

  • Skrifstofa skólans verður opin frá kl. 8:00-14:00.
  • Matsalur, bókasafn og nemendarými verður opið frá kl. 8:00-16:00.
  • Heimavist verður opin fyrir nemendur sem þurfa að vera þar vegna náms.
  • Mötuneyti færist niður á Hildibrand.
  • Félagslíf nemenda verður starfrækt.
  • Iðnmeistaranámið verður samkvæmt áætlun.
  • Verklegar lotur í helgarnámi í húsasmíði verða samkvæmt áætlun.
  • Vinnustofur í dreifnámi falla niður nema hjá Viðari.
  • Skólameistari, húsverðir, fjármála- og skrifstofustjóri og kerfisstjóri verða við vinnu.
  • Náms- og starfsráðgjafar verða áfram með viðveru á þriðjudögum og fimmtudögum.
  • Hjúkrunarfræðingur verður áfram með viðveru á miðvikudögum.
  • Kennsla á starfsbraut fellur niður en þroskaþjálfi og stuðningsfulltrúi verða við vinnu.

Eftirtaldir áfangar verða kenndir samkvæmt áætlun þar sem kennarar þeirra eru ekki félagsfólk í Kennarasambandinu:

  • FRLV3DE05
  • HAND1PH05
  • MEKV1ST03
  • MEKV2ÖH03
  • RLTV3KS05
  • RTMV2DA05
  • RÖKR3IS05
  • STÖL2SA04
  • UMHV2ÓS05

Ef það eru einhverjar spurningar eða hugleiðingar, ekki hika við að hafa samband við mig.

Með bestu kveðju úr VA

Birgir Jónsson

Skólameistari