Skólabyrjun

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á mánudagsmorgun, 22. ágúst kl 8:30. Stundaskrár eru aðgengilegar í Innu.

Vegna framkvæmda sem ekki tókst að klára fyrir skólabyrjun verða örlitlar raskanir. Stofa 4 verður ekki í notkun fyrstu dagana, kennslustundir sem skráðar eru í hana verða í stofu 1 þar til stofa 4 verður tilbúin. Inngangur að norðanverðu verður lokaður fyrir nemendur fyrstu dagana á meðan verður að ganga inn að neðan, sjá mynd með fréttinni.

Við náum því miður ekki að taka nýja mötuneytið í notkun strax svo að hádegismatur verður í matsal á heimavist fram í lok september. Upplýsingar um mötuneyti og verðskrá má finna hér https://www.va.is/is/thjonusta/motuneyti