Skólafundur

Þriðjudaginn 8. nóvember var haldinn skólafundur. Á skólafundi setjast nemendur og starfsfólk niður og ræða um ákveðin málefni. Var fundafólki skipt í hópa og í hverjum hóp var fundarstjóri og ritari. Niðurstöðum var síðan skilað til skólameistara og verður unnið úr þeim á næstu dögum. Umræðuefnin í þetta sinn voru vinnustofur og félagslíf/uppbrot.

Á myndunum má sjá frá skólafundinum.