Skólahald fellur niður föstudaginn 14. febrúar

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög slæmu veðri um allt land á morgun og gildir appelsínugul viðvörun á morgun fyrir Austfirði. Eru víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi.

Því hefur verið ákveðið að fella niður skólahald í VA á morgun, föstudaginn 14. febrúar.

Skólameistari